Kvennakór Reykjavíkur óskar eftir hressum og öflugum konum á aldrinum 20-50 ára til að taka þátt í kórstarfinu og býður öllum þeim sem hafa áhuga að koma á opna æfingu með kórnum. Æfingin verður miðvikudaginn 29. ágúst kl 19 að Vitatorgi (gengið inn frá Skúlagötu). Þar gefst öllum áhugasömum konum að hitta kórkonur í Kvennakór Reykjavíkur, syngja með og fara svo í raddpróf að lokinni æfingu.
Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á postur@kvennakorinn.is
Við hlökkum til að sjá ykkur

Lesa meira

Kvennakór Reykjavíkur á 25 ára afmæli í ár og mun fagna afmælinu með tvennum stórglæsilegum afmælistónleikum þann 5.maí nk og verða þeir fyrri kl 14 og þeir síðari kl 17.

Kórinn mun hrista rykið af lögum sem hafa fylgt honum í gegnum tíðina og einnig flytja lög sem hafa verið útsett fyrir kórinn í tilefni afmælisins. Sum lögin krefjast bæði þjálfunar hugar og handa og jafnvel fóta og öll eru þau vel valin og umfram allt skemmtileg. Í andyri Seljakirkju verður á sama tíma sýning á auglýsingaplakötum kórsins í gegnum tíðina en þau eru hönnuð af einstakri snilld af Andreu Haraldsson hönnuði og heiðursfélaga kórsins. 

Lesa meira

Kvennakór Reykjavíkur hefur 25. afmælisárið sitt með pompi og prakt með stórtónleikum ásamt hljómsveit í Hörpu, þann 13.janúar undir yfirskriftinni Gala. Sérstakur gestur verður Þóra Einarsdóttir sópransöngkona. Flutt verður sígild Vínartónlist, t.d Trinklied úr La Traviata, Radetzky March, Nunnukórinn úr Casanova og On The Blue Danube í bland við nýrri tónlist, t.d. The Pink Panther, My Way, Bohemian Rapsody og hið ljúfsára Mutter með Rammstein. 

Lesa meira
900 9003
Næstkomandi sunnudagskvöld þann 29.október tekur Kvennakór Reykjavíkur þátt í undanúrslitum í Kórar Íslands á Stöð 2. Alls tóku 20 kórar þátt í fyrstu umferð, þar af 5 kvennakórar og er Kvennakór Reykjavíkur eini kvennakórinn sem komst áfram í undanúrslit.
Lesa meira