Kvennakór Reykjavíkur fagnar vorinu með lúðraþyt á vortónleikum sínum í Langholtskirkju þann 4. maí nk kl 16:00.

Sérstakur gestur er Ari Bragi Kárason trompetleikari.

Dagskráin er mjög fjölbreytt. Kórinn er á leiðinni til Ungverjalands í júní og er fyrri hluti tónleikanna helgaður verkum af því tilefni. Við munum meðal annars frumflytja Eld, verk eftir ungverska tónskáldið Peter Tóth, við texta Þórunnar Guðmundsdóttur og var það sérstaklega samið fyrir kórinn.

Eftir hlé breytir kórinn um takt þar sem trompetleikurinn verður allsráðandi í polka, swing og boogie woogie. Kórinn leitar m.a. í smiðjur Andrewssystra, Guðrúnar Á. Símonar og Lady Gaga þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og hljómsveitarstjóri er Vilberg Viggósson.
Hljómsveitina skipa Einar Scheving á trommur, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Vilberg Viggósson á píanó og Zbigniew Dubik á fiðlu.
Sérstakur gestur kórsins á tónleikunum er eins og áður segir Ari Bragi Kárason trompetleikari.

Miðaverð: 3.500 kr í forsölu, 4.000 kr við innganginn.

Miðar fást hjá kórkonum eða með því að senda tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is

Lesa meira
Kvennakór Reykjavíkur óskar eftir hressum og öflugum konum á aldrinum 20-50 ára til að taka þátt í kórstarfinu og býður öllum þeim sem hafa áhuga að koma á opna æfingu með kórnum. Æfingin verður mánudaginn 14. janúar kl 18:30 að Vitatorgi (gengið inn frá Skúlagötu). Þar gefst öllum áhugasömum konum tækifæri til að hitta kórkonur í Kvennakór Reykjavíkur, syngja með á æfingunni og fara svo í raddpróf að lokinni æfingu.
Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á postur@kvennakorinn.is
Við hlökkum til að sjá ykkur :)
Lesa meira

Kvennakór Reykjavíkur hefur fengið það stórskemmtilega og risastóra verkefni að halda landsmót Gígjunnar, landsambands kvennakóra í maí 2020. Undirbúningur er hafinn á fullu og hófst í raun strax í rútunni á leiðinni heim frá síðasta landsmóti á Ísafirði vorið 2017. 

Mótið verður haldið dagana 7. - 10. maí 2020 í Háskólabíó og nærumverfi þess. 

Allar upplýsingar varðandi mótið má finna á síðu mótsins kvennakorinn.is/landsmot-2020

Einnig munum við birta myndir af undirbúningi og fleira á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #syngjandivor2020

Lesa meira


Kvennakór Reykjavíkur óskar eftir hressum og öflugum konum á aldrinum 20-50 ára til að taka þátt í kórstarfinu og býður öllum þeim sem hafa áhuga að koma á opna æfingu með kórnum. Æfingin verður miðvikudaginn 29. ágúst kl 19 að Vitatorgi (gengið inn frá Skúlagötu). Þar gefst öllum áhugasömum konum að hitta kórkonur í Kvennakór Reykjavíkur, syngja með og fara svo í raddpróf að lokinni æfingu.
Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á postur@kvennakorinn.is
Við hlökkum til að sjá ykkur

Lesa meira