2012
Nýir kórkjólar, myndataka, tónleikaferð til Ungverjalands, sungið til heiðurs Whitney Houston og Ingibjörgu Þorbergs voru hápunktar ársins.
Vegna utanlandsferðar var ekki farið í æfingabúðir heldur ákveðið að æfa tvo langa laugardaga, 3. og 17. mars, sem endaði með glæsilegri árshátíð í Café Meski þann 17. mars.
Ný heimasíða
Ný heimasíða var opnuð og er hún í vinnslu.
Fyrsti maí
Kórinn sá um kaffi og meðlæti fyrir BSRB þann 1. maí eins og undanfarin vor. Að þessu sinni náði biðröðin út á götu og langleiðina að Austurbæ.
Whitney Houston heiðurstónleikar voru haldnir í Austurbæ 4. maí og söng Kvennakór Reykjavíkur bakraddir í nokkrum lögum.
Í tilefni utanlandsferðar var gefin út ný ljósastaurabók, „El Stauró“, og á hún eflaust eftir að nýtast vel.
Mynd af kórnum í nýju kjólunum
Kórkonum var stillt upp í Iðnó í nýju kórkjólunum og voru gömlu slæðurnar endurnýttar. Mikil ánægja er með kjólana sem eru frá ELM. Svo vitnað sé í kórkonu: „Mér líður eins og svakalegri söngdívu þegar ég fer í þennan glæsikjól.“