1994
Skemmtikór, fyrir konur utan kórsins, hóf starfsemi sína í janúar undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Kvennakór Reykjavíkur tók þátt í skemmtidagskrá í Háskólabíói, ásamt 5 kórum í tilefni af ári fjölskyldunnar 30. janúar.
„Agnus Dei“: Vox Feminae hélt sína fyrstu tónleika í mars.
„Antikhópurinn hefur skipt um nafn og kallar sig nú „Vox Feminae“ – 24 félagar úr Kvennakór Reykjavíkur. Hópurinn mun halda tónleika, laugardaginn 26. mars nk. kl. 16:00, í Seltjarnarneskirkju. Tónleikarnir eru undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Svana Víkingsdóttir, píanóleikari og Inga Backman, einsöngvari.“ Fréttabréf Kvennakórs Reykjavíkur mars 1994.