900 9003
Næstkomandi sunnudagskvöld þann 29.október tekur Kvennakór Reykjavíkur þátt í undanúrslitum í Kórar Íslands á Stöð 2. Alls tóku 20 kórar þátt í fyrstu umferð, þar af 5 kvennakórar og er Kvennakór Reykjavíkur eini kvennakórinn sem komst áfram í undanúrslit.
Á sunnudagskvöldið munum við syngja eldhresst og skemmtilegt lag sem kórinn heldur mikið upp á og við treystum á ykkur kæru vinir að koma okkur í úrslitin með því að hringja í símanúmerið 900-9003 og kjósa okkur áfram. Kosning hefst um leið og þátturinn byrjar kl 19:10 og það geta allir kosið eins oft og þeir vilja. Hér er atriðið okkar úr síðasta þætti: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP57500
Áfram stelpur! Tryggjum að það sé kvennakór í úrslitum í Kórar Íslands! Númerið er 900 9003:)
Kærar þakkir
Hér er mynd frá æfingu á Ásbrú.
Hér er mynd frá æfingu á Ásbrú.