Kvennakór Reykjavíkur hefur 25. afmælisárið sitt með pompi og prakt með stórtónleikum ásamt hljómsveit í Hörpu, þann 13.janúar undir yfirskriftinni Gala. Sérstakur gestur verður Þóra Einarsdóttir sópransöngkona. Flutt verður sígild Vínartónlist, t.d Trinklied úr La Traviata, Radetzky March, Nunnukórinn úr Casanova og On The Blue Danube í bland við nýrri tónlist, t.d. The Pink Panther, My Way, Bohemian Rapsody og hið ljúfsára Mutter með Rammstein. Tónleikarnir verða haldnir í Norðurljósum og munu konurnar skarta sínu fegursta þar sem samspil lýsingar og söngs skila töfrum nýársins til tónleikagesta. Kvennakór Reykjavíkur hefur skapað sér sess sem metnaðarfullur og vel agaður kór sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann lægstur og syngur nútímatónlist í bland við klassíska tónlist og dægurlög. Kórinn var stofnaður árið 1993, kórmeðlimir eru nú 56 talsins og stjórnandi kórsins er Ágota Joó.
Miðaverð er kr 4.000 og er miðasala á harpa.is eða tix.is