Kvennakór Reykjavíkur auglýsir eftir vönum kórsystrum í allar raddir en þó sérstaklega í sópran
Kórinn heldur Landsmót íslenskra kvennakóra 2020 í Reykjavík í maí 2020 og er því spennandi og skemmtileg vorönn framundan þar sem undirbúningur, æfingar og almenn gleði verður í hávegum höfð.
Kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur er Ágota Joó en kórinn er metnaðarfullur kór sem æfir alla mánudaga og fyrsta miðvikudag í mánuði kl 18:30 - 21:30 á Vitatorgi, Lindargötu 59 í Reykjavík.
Ef þú ert yngri en 55 ára og langar til að taka þátt í metnaðarfullu, skemmtilegu og fjölbreyttu kórstarfi í frábærum hópi kvenna, endilega kíktu til okkar í raddprufu en þær fara fram 7.janúar kl 18-20 í Tónskólanum Do Re Mi, Frostaskjóli 2, 107 Reykjavík (KR-Heimilinu) og sendu okkur tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is svo við vitum að þú sért á leiðinni.
Reynsla af kórsöng er skilyrði.
Reynsla af kórsöng er skilyrði.
Við hlökkum til að sjá ykkur.