Í kvöld tökum við í Kvennakór Reykjavíkur þátt í Kórar Íslands á Stöð 2. Úsendingin byrjar kl 19:10 og við erum númer þrjú í röðinni.
Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og munum flytja magnað ungverskt verk sem fjallar um mann sem er einn í dimmum skógi þar sem sér ekkert nema myrkur en hann heyrir þytinnn laufinu, vængjaslátt fuglanna og gárurnar í vatninu. Allt í einu birtir til því tungsljósið brýtur sér leið í gegn um myrkrið.
Við kórsysturnar erum mjög spenntar og hlökkum mikið til að syngja fyrir ykkur. Okkur þætti vænt um ef þið mynduð kjósa okkur áfram í símakosningunni, númerið er 900-9003. Góða skemmtun