Í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir hátíðartónleikar, „Frá konu til konu“, í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 7. apríl kl 15, þar sem að fram koma allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur.
Kórarnir eru:
Kvennakór Reykjavíkur, stjórnandi Ágota Joó
Vox feminae, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Stúlknakór Reykjavíkur, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Léttsveit Reykjavíkur, stjórnandi Gísli Magna
Senjorítur, stjórnandi Ágota Joó
Cantabile, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Kórarnir munu syngja saman og hver fyrir sig tónlist af ýmsum toga. Þar verður tónlist eftir gömlu meistarana og ung íslensk tónskáld svo eitthvað sé nefnt.
Miðaverð er 4.800 kr / 3.800 kr / 2.800 kr