Kvennakór Reykjavíkur heldur tvenna aðventutónleika í Háteigskirkju, fyrsta sunnudag í aðventu, þann 27.nóvember.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17 og þeir seinni kl. 20.
Á efnisskrá eru lög sem tónleikagestir þekkja og munu án efa koma öllum í hátíðarskap.
Þar má nefna hinn gullfallega sálm Kolbeins Tumasonar frá 13. öld, Heyr himnasmiður, við lag Þorkels Sigurbjörnssonar, Jólaköttur Jóhannesar út Kötlum við lag Ingibjargar Þorbergs í útsetningu Vilbergs Viggósonar sem einnig útsetti fyrir kórinn lag eftir Eyvör, Dansaðu vindur. Þá má einnig nefna gamlan vin, Gloríu eftir Vivaldi, Gaudeamus Hodie, Bæn Arons og fleiri perlur sem fylla efnisskrána.
Í kjölfar hvorra tónleika um sig, býður Kvennakór Reykjavíkur gestum að staldra við í safnaðarheimili Háteigskirkju og þiggja léttar og jólalegar veitingar, spjalla og njóta samveru.
Stjórnandi er Ágota Joó, um undirleik sjá þeir Vilberg Viggósson á píanó, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Sigurgeir Agnarsson á Selló og Zbigniew Dubik á fiðlu.
Miðaverð er 3.000 kr í forsölu og 3.500 kr við innganginn og fást miðar hjá kórkonum, í síma 8966468 eða í gegn um netfangið postur@kvennakorinn.is
Hlökkum til að sjá ykkur.