Í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir hátíðartónleikar, „Frá konu til konu“, í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 7. apríl kl 15, þar sem að fram koma allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur.
Kvennakór Reykjavíkur var beðinn um að koma og syngja nokkur létt og skemmtileg lög á Árshátíð Eimskips, sem fór fram þann 2.febrúar sl.
Við vorum sérstaklega beðnar um að syngja Sjómannavalsinn - en það lag hljómar í auglýsingum Eimskips - og tókum við vel í það og æfðum það upp og sungum með glæsibrag.
Fyrsta æfing vorannar verður Miðvikudaginn 9.janúar kl. 20 á Vitatorgi við Lindargötu.
Ágota fékk sendan þennan tengil sem vísar á myndir sem voru teknar af okkur á tónleikunum í Szeged. Þetta eru frábærar myndir sem lýsa stemmingunni vel . https://plus.google.com/photos/107096468193249035616/albums/5755844850810550321?banner=pwa
Kvennakór Reykjavíkur býður ykkur velkomna á vortónleika kórsins, sem haldnir verða í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 16. maí kl 20:00 og sunnudaginn 20. maí kl. 17:00
Að þessu sinni bera tónleikar kórsins keim af því að Kvennakór Reykjavíkur
Kvennakórinn Senjorítururnar heldur sína árlegu vortónleikaí Grensáskirkju, laugardaginn 5.maí kl. 14:00.
Það er allt að gerast hjá Kvennakór Reykjavíkur þessa dagana. Árshátíð nýafstaðin og tókst hún alveg ljómandi vel. Skemmtiatriðin voru glæsileg en ég held ég móðgi engan þegar ég segi að annar alt hafi átt kvöldið þar sem ungverskur dans ásamt búningum sló í gegn. Þær toppa sig á hverju ári þessar elskur :)
Kórinn ætlar að skella sér til Ungverjalands þann 12.júní en
Jæja, þá eru æfingar byrjaðar á fullum krafti. Þetta verður spennandi vor þar sem ungversk og íslensk lög verða í burðarhlutverki. Mörg af þessum íslensku lögum hefur kórinn sungið áður, fyrir mislöng síðan og því löngu orðið tímabært að rifja þau upp. Þetta eru lög eins og Ó, undur lífs, Sköpun, fæðing, skírn og prýði og fleiri perlur sem okkur þykir vænt um.
æja þá er loksins komið að því, fyrsta æfing vorsins 2012 er á miðvikudaginn 11.janúar. Að venju æfum við á Vitatorgi á mánudögum kl 18:30 og miðvikudögum kl 20.
Við í Kvennakór Reykjavíkur viljum gera okkar til að bæta á jólastemmninguna og minnum hér á okkar árvissu jólatónleika. Oft höfum við fengið góða gesti til liðs við okkur á tónleikum, bæði einsöngvara og hljóðfæraleikara, en í ár verður fyrirkomulagið með nokkuð breyttu sniði.
Eldri fréttir
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Raddprufur fyrir nýjar kórsystur
-
Lúðraþytur í Langholtskirkju
-
Opin æfing hjá Kvennakór Reykjavíkur í Janúar
-
Kvennakór Reykjavíkur heldur landsmót Gígjunnar í maí 2020
-
Við leitum að hressum og öflugum konum
-
Kvennakór Reykjavíkur 25 ára
-
GALA- Nýárstónleikar Kvennakórs Reykjavíkur
-
Kvennakórinn keppir í undanúrslitum í Kórar Íslands
-
Kvennakór Reykjavíkur tekur þátt í Kórar Íslands
-
Kvennakór Reykjavíkur auglýsir eftir nýjum kórsystrum
-
Námskeið í kórsöng
-
Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur
-
Jólakveðja 2016
-
Viltu syngja með okkur?