LANDSMÓT ÍSLENSKRA KVENNAKÓRA 

HALDIÐ Í REYKJAVÍK Í MAÍ 2020

Ellefta landsmót Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra verður haldið dagana 7.-10. maí 2020 í Reykjavík.

Það er Kvennakór Reykjavíkur sem sér um skipulagningumótsins og býður kórkonur hjartanlega velkomnar í höfuðborgina.

Kvennakór Reykjavíkur hefur hafið undirbúning af fullum krafti og má segja að hann hafi staðið yfir frá því í rútunni á leiðinni heim eftir frábært landsmót á Ísafirði vorið 2017.

Markmið kórkvenna í Kvennakór Reykjavíkur er að allar konur sem taka þátt í mótinu, njóti hverrar stundar sem allra best og að það náist að skapa þá frábæru stemmingu, sem landsmótin fram til þessa hafa náð fram, í Reykjavík, þrátt fyrir stærð höfuðborgarinnar.

Við erum orðnar gríðarlega spenntar og hlökkum til að sjá ykkur :)

Munið myllumerki mótsins #syngjandivor2020

Þær upplýsingar sem liggja fyrir nú þegar

Staðsetning

Mótið verður haldið í Háskólabíó og nærumhverfi þess. Háskólabíó er þekkt ráðstefnu- og menningarhús. Þar eru 5 salir, frábær aðstaða í anddyri og allt til alls. Einnig höfum við aðstöðu í Neskirkju, Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur og á fleiri stöðum sem allir eru í göngufæri.

Gisting 

Hótel Saga hefur tekið frá 45 herbergi nú þegar og býður landsmótsgestum sérstakt tilboðsverð á gistingu:

Einstaklings herbergi: kr 25.415 nóttin
Tveggja manna herbergi: kr 28.050 nóttin
Morgunmatur er innifalinn en ef honum er sleppt, þá lækkar verðið.
Ef konur vilja bóka herbergi, þá er best að hafa samband beint við Hótel Sögu. 

Upplýsingar um bókunarnúmer fást með því að senda póst á landsmot2020@kvennakorinn.is


TÓNLEIKAR

Tónleikar kóranna verða haldnir seinni part föstudagsins. Tónleikastaðurinn er Eldborg í Hörpu og erum við mjög spenntar yfir því að gefa þeim kórum sem taka þátt í mótinu, tækifæri til að máta sig á stóra sviðinu í þessum glæsilega sal.

Afrakstur smiðja og sameiginleg lög verða flutt á tónleikum í stóra sal Háskólabíós seinnipart laugardags.

Gróf drög að dagskrá:

Fimmtudagur 7. maí - Háskólabíó

Móttaka og afhending gagna í anddyri Háskólabíós
Sameiginleg æfing í stóra salnum
Frjáls tími
Fundur Gígjunnar
Kvöldverður
Óvissuferð

Föstudagur - Háskólabíó og Harpa

Smiðjur
Æfingar kóranna
Frjáls tími - hádegismatur í Háskólabíói
Sameiginleg æfing í stóra sal.
Undirbúningur og upphitun kóra fyrir tónleika
Undirbúningur í Hörpu, farið yfir innkomur og útgöngu
Tónleikar kóranna í Eldborg, Hörpu
Kvöldmatur og kvölddagskrá

Laugardagur - Háskólabíó
Smiðjur
Hádegismatur
Sameiginleg æfing og smiðjuæfingar
Undirbúningur fyrir tónleika
Smiðjutónleikar og sameiginlegir tónleikar í stóra sal Háskólabíós
Lokahóf
Sunnudagur

Heimferðadagur - ávarp og kveðjustund.

Það verður hress og viðeigandi kvölddagskrá alla dagana, þannig að engri konu ætti að leiðast og er undirbúningur nú þegar hafinn og er í fullum gangi. Einnig er byrjað að leggja drög að smiðjum, leitin að ljóði við landsmótslag er hafin og það er meira að segja búið að leggja inn pöntun fyrir góðu veðri þessa daga sem við munum vera saman.


Drög að tímalínu fram að móti

Okt 2018 - Dagsetning og staðsetning kynnt.

Okt 2018 - Forskráning hefst - óbundin skráning með áætluðum fjölda kórkvenna

Nóv 2019 - Formleg skráning á mótið og í smiðjur hefst.

Nóv 2019 - Tengiliðir kóra staðfestir við landsmótsnefnd

Jan 2020 - Lokafrestur til að greiða staðfestingajöld

Jan 2020 - Nótnahefti send á kórana

Mar 2020 - Lokafrestur til að greiða mótsgjald

Maí 2020 - Landsmót - Syngjandi vor 2020