Starfsreglur
- Listræn stjórnun.
Efnisval og listræn stjórnun Kvennakórs Reykjavíkur skal vera í höndum stjórnanda - Raddpróf.
Kórstjóri raddprófar alla umsækjendur og skipar þeim í rödd innan kórsins. Á 4ra ára fresti eru allar kórkonur raddprófaðar. Stjórnin fær sérfræðing utan kórsins til að sjá um prófið. Að loknu raddprófi metur sérfræðingurinn í samráði við kórstjóra, hvort konur eru í réttri rödd, flytjist til innan kórsins eða gera þurfi aðrar ráðstafanir. - Skipulags starfs.
Stjórnandi og stjórn Kvennakórs Reykjavíkur skal að hausti leggja fram áætlun um starfsemi vetrarins (haust- og vorannar) í stórum dráttum og skal hún samþykkt af stjórn kórsins. - Ástundun og leyfi.
Öllum konum er skylt að mæta á 85% af föstum æfingum kórsins. Einnig skulu kórkonur taka þátt í þeim tónleikum og samsöngvum sem stjórn og kórstjóri ákveða. Fari mætingarhlutfall kórkonu niður fyrir skyldumætingu þarf hún að fá sérstakt leyfi kórstjóra til þess að taka þátt í tónleikum. Sjái kórkona sér ekki fært að mæta á kóræfingar eða samsöngva kórsins er henni skylt að tilkynna raddformanni um forföll og veikindi. Stjórn kórsins er heimilt að víkja konu úr kórnum ef mætingahlutfall hennar fer niður fyrir skyldumætingu, sýni hún ítrekað áhugaleysi eða valdi kórnum alvarlegum álitshnekki að mati stjórnar og kórstjóra. Þó skal áður veita kórkonu skriflega áminningu og gefa henni kost á að bæta ráð sitt áður en henni er vikið úr kórnum.
Konu er heimilt að taka sér leyfi frá kórstörfum í allt að eitt ár á þriggja ára tímabili og skal tilkynning þar um berast stjórn skriflega. Ef kona óskar þess að taka til starfa á ný í kórnum eftir lengra leyfi en eitt ár, skal hún þreyta inntökupróf að nýju eins og um nýjan félaga væri að ræða. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og sendist stjórn félagsins. - Nefndir.
Innan Kvennakórsins starfa eftirfarandi fastanefndir: Búninganefnd, nótnanefnd, fjölmiðlanefnd, tónleikanefnd, styrktarfélaganefnd, pallanefnd, sögunefnd og skemmtinefnd. Allar fullgildar félagskonur eru kjörgengar. - Búningareglur.
Búningurinn er eign Kvennakórs Reykjavíkur og skal hann einungis notaður í nafni kórsins og samkvæmt ákvörðun stjórnanda og/eða stjórnar kórsins. - Nótnaskipulag.
Nótnaskipulag er alfarið í höndum nótnanefndar og stjórnanda kórsins. - Raddformenn.
Stjórn skipar í samráði við stjórnanda, fjóra raddformenn, einn úr hverri rödd. Raddformenn skulu sjá um að nafnalistar kórfélaga séu réttir og fylgjast með mætingu. - Tónleikahald.
Tónleikar eru haldnir a.m.k. tvisvar á ári, aðventutónleikar og vortónleikar. - Skjalavarsla.
Skjalavarsla skal vera í höndum ritara. Varðveita skal fundargerðir, bréfaskriftir, styrkumsóknir og annað það sem kann að skipta máli. - Tónverkasjóður.
Kvennakór Reykjavíkur starfrækir tónverkasjóð. Hann skal notaður til að kaupa ný verk sérstaklega samin fyrir kórinn. Í sjóðinn skulu renna 10% af hagnaði af öllum opinberum tónleikum kórsins. Úr sjóðnum skal aldrei nota meira en 50% af höfuðstól á ári. Stjórn kórsins hefur umsjón með sjóðnum. - Styrktarfélagar.
Styrktarfélagar fá 2 miða á vortónleika kórsins en tvöfaldir félagar fá tvo miða á jóla- og tvo á vortónleika.Þeim er einnig sent fréttabréf. - Senjorítur.
Kvennakór Reykjavíkur rekur og sér um kór fyrir konur 60 ára og eldri, Senjorítur. Þær syngja með Kvennakór Reykjavíkur á a.m.k. einum vortónleikum árlega. Senjorítur geta sett sér eigin starfsreglur, ef þær brjóta ekki í bága við lög Kvennakórs Reykjavíkur. - Kórskóli.
Kvennakór Reykjavíkur rekur kórskóla fyrir konur, sem ekki hafa mikla reynslu í söng, en langar til að syngja í kór. Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði í söng og tónfræði. - Söngur fyrir kórfélaga.
Kvennakór Reykjavíkur syngur á stórafmælum og brúðkaupum kórfélaga og í jarðarförum þeirra, og maka án endurgjalds. Kórfélögum býðst að nýta sér söng Kvennakórs Reykjavíkur ásamt kórstjóra fyrir hálfvirði vegna stórafmæla eða annarra stórviðburða innan fjölskyldunnar (foreldrar, makar, börn).